laugardagur, 15. september 2007

Kringludagur

Heimsókn í Kringluna. Þegar við vorum á leið inn í Kringluna hittum við Hildu og Valgerði Birnu. Tilefnið var að sjálfsögðu fest á mynd. Það er hrollkallt í borginni þessa dagana. Í dag hefði amma Sirrýjar hún Friðrikka Sigurðardóttir frá Krossi í Mjóafirði orðið 110 ára gömul. Blessuð sé minning hennar.











Baldur og fjölskylda. Þetta var eiginlega fjölskyldufundur hjá okkur. Inni í Kringlu hittum við Baldur og Fjólu bróður Sirrýjar með börnin sín þrjú Emil Draupni, Maríu Glóð og Katrínu Emblu.










Á kaffihúsi. Valgerður Birna er afkvæmi kaffihúsakynslóðarinnar. Hún nýtur þess að skrafa á slíkum stöðum og fá smá bita.












Víðátta veraldarinnar. Vá hvað væri gaman að prufa þessa hringekju.













á hringekjunni.
Draumurinn rættist áður en Valgerður Birna vissi var hún búin að fá eina ferð.













Stígvélin. Auðvitað verður maður að skoða eitthvað spennandi í verslunarferðum.













Mátun. Jú, jú maður verður að máta líka.














Sögustund. Það munar um það að eiga mömmu sem kann að lesa fyrir mann með tilþrifum, enda menntuð leikkona m.m.

Engin ummæli: