sunnudagur, 8. október 2006

Laxveiðar með netatrossu og pöbbarölt.

Feðgarnir Helgi og Hörður Dagurinn í gær var sannkallaður "action" dagur. Við fórum þrír, ég Helgi vinur og Hörður sonur hans norður í Laxá í Refasveit að veiða lax til að nota í klak. Við vorum komnir norður um klukkan eitt. Þá var hafist handa að ganga á líklega staði og draga netatrossu yfir helstu svæði. Með okkur í þessari vinnu var Magnús bóndi á Syðra Holti. Við vorum við þessa iðju til sex. Náðum þó aðeins þremur löxum þar af komust tveir í laxakistuna. Komum við heima hjá bóndanum og áttum þar ánægjulega kaffistund áður en haldið var suður. Hittum systur hans og nágranna og áttum við þau skemmtilegt spjall. Það er svo gefandi að hitta fólk sem býr í allt öðruvísi umhverfi og fá örlitla innsýn í líf þess og störf. Við ætluðum að gista í veiðihúsinu þessa nótt, en Stebbi bróðir Helga hafði óvart lánað húsið og gleymdi að segja okkur frá því. Vissi þó vel að þetta stóð til. Þegar í bæinn var komið um klukkan níu skelltum við okkur í heitan pott heima hjá Helga og Hörður eldaði handa okkur kjöt. Kominn úrvinda heim um miðnættið. Nú á föstudaginn var útstáelsi á manni. Var á fundi í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur. Borðuðum saman að fundi loknum og síðan var farið á pubbarölt á búllur bæjarins. Fórum á nokkrar búllur og maður hitti fólk sem maður hefur ekki séð lengi eða þá aldrei. Ég tók það sem merki um að nú ætti ég að fara til míns heima þegar ég hitti ungan pilt sem sagði við mig: "Heyrðu ég held að þú þekkir hann pabba." Auðvitað þekki ég pabba hans vel. Nú þetta er skemmtileg upplifiun að kynnast aðeins næturlífi borgarinnar. Það virðist vera að Vínbarinn sé "staðurinn" fyrir 50+ aldurinn. Aðrir staðir eru sóttir af mun yngra fólki. Reykjavík er eins og þorp af stærri gerðinni. Viljir þú hitta fullt af fólki sem þú hefur ekki séð lengi þá er þetta leiðin til þess að hitta það. Kveðja

Engin ummæli: