mánudagur, 16. október 2006

Átti afmæli í gær.

Ég átti afmæli í gær ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum bloggvini. Byrjuðum daginn í bröns hjá Birni og hundinum Sunnu. Þar voru auk okkar Sirrýjar, Sigrúnar og Stellu. Hilda, Magnús og Vala Birna. Síðdegis komu í Brekkutúnið mamma, pabbi, Þórunn, Sveinn, Sunneva, Telma Þórunn, Árni, Hjörtur, Axel, Rannveig, Alexander og Axel jr., Stella og Valdimar. Heillaóskir bárust frá Svíþjóð. Maður gaf sér ekki tíma til þess að blogga í tilefni dagsins. Alltaf gaman að hitta fólkið sitt. Annars lítið í fréttum og svo sem lítið að blaðra um á þessum síðum. Árin telja orðið fimmtíu og fjögur. Maður yngist ekkert en mér finnst ég heldur ekki finna neitt sérstaklega fyrir því að eldast. Öldrunarfræðingurinn segir að þetta sé allt í höfðinu á manni þ.e.a.s. aldur sé afstæður og markist meira af hugarfari en árum. Ég er ekki frá því að það sé eitthvað til í þessu. Aðalatriðið er að reyna að finna sér verkefni við hæfi svo manni leiðist ekki frá degi til dag. Ég held að það sé ómögulegt að hafa lítið eða ekkert fyrir stafni í lengri tíma. Jæja ég er að fara á tónleika í Salnum í kvöld með kanadískum píanóleikara. Kveðja.

Engin ummæli: