sunnudagur, 29. október 2006

Ferð Söngfélags Skaftfellinga að Klaustri og Hala.

Tónleikarnir í Kirkjuhvoli Þetta er búin að vera stórkostleg helgi hjá okkur í Sköftunum ásamt með mökum. Við fórum á föstudaginn austur að Klaustri og héldum þar tónleika fyrir fullu húsi í félagsheimilinu á Klaustri. Þrátt fyrir leiðindaveður þetta kvöld með roki og rigningu. Tónleikarnir hófust kl. 21.00 um kvöldið. Þeir gengu ágætlega. Sérstaklega eftir að við ákváðum að endurraða okkur fyrir framan sviðið eftir hlé. Það var ráðstöfun sem skilaði sér í margfallt betri samhljómi kórsins. Undirleikari okkar var Pavel Manásek og stjórnandinn er Violeta Smid. Flygillinn sem leikið var á á tónleikunum var konsertflygill af fínustu gerð. Edda Erlendsdóttir píanóleikari hefur örugglega notað han undanfarin ár á sínum árlegu tónleikum á Klaustri. Við gistum á hótelinu á Klaustri bæði föstudags- og laugardagsnóttina.

Engin ummæli: