sunnudagur, 29. október 2006

Hæ tröllum á meðan við tórum....

Kvöldvökur Bæði föstudagskvöldið og laugardagskvöldið voru kvöldvökur á barnum á hótelinu á Klaustri. Þar var sungið hvert lagið við undirleik píanóleikara frá Klaustri og svo tók Kristinn kórfélagi með sér nikkuna sína. Hótelið á Klausri er hið þægilegasta. Nýlegt og huggulegt. Kórfélagar voru leiðsögumenn um svæðið allt eftir því úr hvaða héraði menn voru. Að öðrum ólöstuðum var hann Skúli Oddsson úr Mörtungu besti sögumaðurinn. Hann gæddi útsýnið og umverfið lífi með sögum af mannlífi og eftirminnilegum persónum af svæðinu.

Engin ummæli: