þriðjudagur, 24. október 2006

Söngurinn léttir lífið.

Ég var á söngæfingu í gær. Nú styttist í söngferðalag okkar Skaftanna austur á Klaustur. Önnur æfing á fimmtudag svo verður haldið í hann á föstudaginn, svo framalega sem veður leyfir. Veðurútlitið er ekkert allt of gott og það minnir okkur á það að kominn er vetur. Ég var á Rótarýfundi í dag og hlustaði á fyrirlestur um SOS barnaþorpin. Þar kom m.a. fram að framlög Íslendinga til þessarar hjálpastofnunar nema um 150 milljónum króna á ári. Nálægt 5000 manns greiðir með börnum í þessum þorpum um víða veröld. Þetta er aðdáunarvert framtak fólks. Sigrún kom í gær frá Svíþjóð eftir langa helgi í Kristianstad. Nú þetta er svona það helsta af okkar vettvangi. Kveðja.

Engin ummæli: