mánudagur, 16. október 2006

Píanótónleikar Angelu Hewitt í Salnum.

Angela Hewitt Wow. Helgi vinur hringdi í mig í dag og bauð mér í bluefine túnfisk og stakk upp á því að við skeltum okkur ásamt eiginkonum í Salinn að hlusta á kanadíska píanóleikarann Angelu Hewitt. Það eru kanadískir menningardagar í Kópavogi og eru tónleikar hennar liður í þeim. Þetta voru frábærir tónleikar. Angela Hewitt lék svítur d-moll og Es-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach og sónötur í c-moll eftir Ludwig van Beethovern. Hún er af mörgum talin einn fágaðisti píanisti samtímans. Ég er nú meira fyrir Beethoven en Bach, en það er önnur saga. Kveðja.

Engin ummæli: