fimmtudagur, 17. júní 2010

Gleðilega þjóðhátið

Óska öllum lesendum annálsins gleðilega þjóðhátið. Nú er ferðinni heitið austur á Síðu til að taka þátt í árlegri Skálmgöngu félaga í Skaftfellska gönguhópnum sem kalla sig Skálmara. Þetta er tveggja daga ganga. Í dag var útvarpað þætti um ljóðið Þótt þú langförull legðir og lögin 17 sem samin hafa verið við þetta merka ljóð Stephans G Stephanssonar. Efni þáttarins byggir m.a. á samantekt minni um lögin við þetta ljóð og tónskáldin sem samið hafa lag við ljóðið.

Engin ummæli: