laugardagur, 26. júní 2010

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fálkinn.
Ég var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og í dag. Þetta var óvenju stuttur fundur en um margt skemmtilegur og fróðlegur. Eftir ræðu formanns hófst málefnastarf sem var með nýju sniði. Það fólst í því að skipað var í málefnanefndir og við hvert borð voru tíu félagar sem ræddu málefnin. Við hvert borð var borðstjóri sem stjórnaði umræðunni og í lok hvers áfanga skilaði hann niðurstöðu borðsins til formanns málefnanefndar sem síðan dró saman helstu niðurstöður í hópnum. Þetta var veruleg breyting frá umræðu síðustu áratuga og ágætis tilbreyting. Tilvalið að reyna þetta fundarform á þessum aukalandsfundi. Það er deginum ljósara að öflugt starf Sjálfstæðisflokksins, hvort heldur er í stjórn eða stjórnarandstöðu er forsenda þess að hjól efnahagslífisins fari að snúast aftur. Flokkurinn er brimvörn og málsvari atvinnulífsins, fyrirtækjanna og hinna vinnandi stétta. Einmitt nú í miklu atvinnuleysi og óvissu á vinnumarkaði er nauðsynlegt að efla þennan þátt á vettvangi stjórnmálanna. Andstæðingar flokksins ásaka flokinn um einangrunarstefnu. Svona fullyrðing er út í hött. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur lagt jafn ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf og Sjálfstæðisflokkurinn í gegnum tíðina. Aðild að Evrópusambandinu er ekki leið Íslands út úr núverandi þrengingum heldur þvert á móti. Það er verið að eyða peningum og tíma í að sækja um aðild. Hvernær ætla Evrópusambandsinnar að skilja að þeir verða að afhenda yfirráð yfir helstu auðlind þjóðarinnar. Af hverju lesa þeir ekki stofnsáttmála sambandsins og hvað þar segir um fiskstofna. Ég ætla að spara frekari stóryrði um þá sem ætla að leggja upp í þessa vegferð.

Engin ummæli: