miðvikudagur, 16. júní 2010

Arkað um Eyrarbakka

Leiðsögumaðurinn. Í gær fór ég ásamt félögum í Söngfélagi Skaftfellinga í gönguferð um Eyrarbakka. Við slógumst í för með tveimur söngfélögum sem búa á Bakkanum. Gengið var um elsta hluta bæjarins og húsin skoðuð og saga Eyrarbakka rifjuð upp enda af mörgu að taka. Má þar nefna mikilvægi staðarins fyrir verslun á öldum áður, tónlistariðkun og fleira og fleira. Enduðum þetta skemmtilega rölt söngfélaganna á veitingarstaðnum Hafið bláa við Ölfusárósa og fengum okkur þar góða humarsúpu sem óhætt er að mæla með.

Engin ummæli: