sunnudagur, 13. júní 2010

Vikan í Myllunni

Sveinn og Helgi
Dagana 4. til 11. júní áttum við Sirrý yndislega daga í Myllunni í Búrgúndý í Frakklandi með vinum okkar Helga og Ingunni. Veðrið framan af vikunni var mjög gott allt að þrjátíu stiga hiti, glaða sólskin og stillt veður. Dögunum var varið í slökun heima við í Myllunni og svo farið á markaðstorgin í bæjunum í kring. Á þessum mörkuðum er aðallega boðið upp á fjölbreytilegt úrval matvöru. Við fórum m.a. í basilíkuna í Vézeley, sem helguð er minningu Maríu Magdalenu og safn Gallanna í Alesíu á mikilli hæð í Burgúndý þar sem Rómverjar knúðu þá til uppgjafar árið 57 fyrir Krist. Hver man ekki eftir bókunum um Astrix og vin hans. Ferðin byrjaði reyndar ekki vel. Ég fékk sýkingu í fótinn daginn áður en lagt var af stað og því fylgdi hár hiti og svo blóðeitrun. Það var sem betur fer ekkert sem skammtur af pensilíni gat ekki lagað. Það er svo sannarlega hægt að mæla með dvöl á þessum frábæra stað vilji fólk njóta eins frægasta vínhéraðs Frakklands og njóta dvalar á rólegum stað í franskri sveitarsælu.

Engin ummæli: