mánudagur, 14. júní 2010

Dottinn í "World cup"

Úr leik Ítala og Paragvæ. Já ég ætla að "detta" ærlega í boltann að þessu sinni. Mikið er gaman að keppnin er loksins hafin og maður getur einbeitt sér að því einu að fylgjast með. Ég ætla að njóta þess í botn á meðan hún varir. Þetta er ágætis aðferð til þess að gleyma veraldlegu amstri um sinn og huga að knattspyrnunni svona góð framlenging á Frakklandsfríinu. Mitt uppáhaldslið er að sjálfsögðu Brasilía eins og alltaf. Þar næst Argentína og Þýskaland. Það eina sem truflar mig svolítið er hversu lélegir sumir leiklýsendur eru í íslensku og tala vitlaust mál. Kveðja.

Engin ummæli: