þriðjudagur, 13. júlí 2010

Gengið um Elliðaárdal


Við Sirrý gengum um Elliðaárdal í fylgd Ólafs Jóhannssonar á vegum Orkuveitunnar þar sem við vorum frædd um dalinn, virkjunina og laxveiðar í þessari mögnuðu á. Virkjunin var reist á þriðja áratug síðustu aldar og er því um 90 ára gömul um þessar mundir. Laxateljarinn sagði að 1452 laxar hefðu gengið í árnar í dag og búið er að veiða um 520 laxa frá opnun 20. júní. Um sjötíu manns tóku þátt í gönguferðinni um þessa náttúruperlu okkar höfuðborgarbúanna.

Engin ummæli: