sunnudagur, 25. júlí 2010

Guðrún Finnbjarnardóttir fimmtug

Guðrún og Finnbjörn Annállinn óskar Guðrúnu Finnbjarnardóttur til hamingju með fimmtugsafmælið. Hún bauð til mikillar veislu fyrir vini sína, frændur og fjölskyldu. Félagar úr Módettukórnum og Schola Cantorum sungu í tilefni dagsins og hún ásamt félögum sínum sungu nokkur valinkunn lög. Guðrún er sú af afabörnum Jóns Hjartar Finnbjörnssonar söngvara sem sinnt hefur mest og best sönggyðjunni og haldið uppi nafni ættarinnar á þeim vettvangi. Hún er fjölmenntuð i söng og hefur verið virkur þátttakandi í sönglífi borgarinnar um árabil. Hún hefur verið einn af máttarstólpum í þeim kórum sem Hörður Áskelsson kantor hefur stjórnað eins og í Módettukórnum og Schola Cantorum kórnum eins og hann orðaði það sjálfur í ræðu henni til heiðurs.

Engin ummæli: