fimmtudagur, 22. júlí 2010

Í sumarfríi á Snæfellsnesi


Síðustu helgi vorum við Sirrý á Hellnum á Snæfellsnesi í einmuna blíðu. Vorum fyrstu tvo dagana með Valdimari, Stellu og Lilju. Borðuðum úti á túni mikla veislumáltíð. Vind hreyfði ekki allt kvöldið. Við fórum í Vatnshelli í Purkhólahrauni, skemmtilegt nafn á hrauni það og hellaferðin vel þess virði. Spölurinn milli Arnarstapa og Hellna er kjörin gönguleið og ægifögur klettótt ströndin er eitthvað sem allir verða að sjá. Fjörukráin á Hellnum er orðin vel þekkt og hana sækja margir ferðamenn heim. Síðari dagana var Hjörtur Friðrik með okkur ásamt Sveini Hirti og Jóhannesi Erni. Við Hjörtur heimsóttum þessa hverfiskrá á Hellnum og sátum á pallinum við hana í sömu bongóblíðunni. Kveðja.

Engin ummæli: