miðvikudagur, 7. júlí 2010

Líf á Læk

Sirrý amma með barnbörnin.
Það er líf og fjör á Læk. Á föstudagskvöldið komu Stjánastaðabræður með foreldrum sínum frá Svíþjóð. Þeir skruppu upp í Borgarnes á sunnudaginn og voru mættir aftur í til leiks í Brekkutúnið í gær ásamt föður sínum. Lilja frænka þeirra hefur verið dugleg að heimsækja þá og nýtur augljóslega félagsskaparins út í ystu æsar. Það fer ekki mínúta til spillis hjá þeim bræðrum, sannkallaðir fjörkálfar og engin lognmolla í kringum þá. Senn líður að sumarleyfi og ýmislegt á döfinni eins og vera ber. Kveðja.

Engin ummæli: