þriðjudagur, 7. júní 2016

Eldhugar Fjölsmiðjunnar


Þessir tveir, Ásgeir Jóhannesson og Þorbjörn Jensson hafa báðir verið útnefndir Eldhugar Kópavogs. Ásgeir fyrir að hafa átt hugmyndina og stofnað Fjölsmiðjuna og Þorbjörn fyrir að hafa rekið hana með frábærum árangri í finmtán ár. Fjölsmiðjan er vinnustaður fyrir ungt fólk, sem skólakerfið hefur gefist upp á. Verkefnið hefur vaxið og dafnað undir stjórn Þorbjörns, sem um árabil var þjálfari landsliðsins í handbolta. Ljósið formar geislabaug yfir höfði Ásgeirs til marks um það að hann ætti hann skilið fyrir sitt mikilvæga brautryðjendastarf. Það er ómetanlegt að á meðal okkar er fólk, sem hugsar í lausnum og er tilbúið að láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins og ungu fólki til heilla.

Engin ummæli: