mánudagur, 20. júní 2016

St Etienne, ég var þar

Leikur Íslands og Portugals í fótbolta er einn af þessum atburðum í lífinu, þar sem maður er viðstaddur og gleymir seint. Þetta var fyrsti leikur Íslands í Evrópumeistarakeppni í knattspyrnu karla. Leikurinn endaði með jafntefli 1 1.

Andstæðingurinn var verðugur, eitt öflugasta lið keppninnar, þó ekki væri nema það eitt að hinn knattknái Ronaldo er í liðinu. Stemningin á vellinum var mögnuð allan leikinn.

Þegar við komum loks til St Etienne var klukkan ríflega sjö að kvöldi. Leikurinn hófst kl. 21.00. Tíminn leið sem örskotstund og áður en við vissum af vorum við farin að syngja lagið Ég er kominn heim og svo þjóðsönginn.


Við lögðum af stað frá St. Etienne upp úr miðnætti og vorum komnir í Mylluna í Commessey klukkan hálf fimm að morgni sælir og glaðir.

Engin ummæli: