sunnudagur, 26. júní 2016

Nýr forseti

Líst alveg ljómandi vel á Guðna Th Jóhannesson, nýjan forseta Íslands. Þekki hann ekki persónulega, en hefur oft fundist hann frambærilegur viðmælandi í sjónvarpi. Hinsvegar þekkti ég föður hans, Jóhannes Sæmundsson.  Hann var leikfimiskennari minn í Menntaskólanum í Reykjavík.
Eftirminnilegt er samtal okkar Jóhannesar þegar hann sagðist í samskiptum við mig hafa gert sér grein fyrir að hann væri að kenna ungu fólki en ekki unglingum, sem glímdi margt við sömu viðfangsefni og hann.
Hann var að vísa til þess að við hefðum eignast syni á sama ári. Jóhannes var boðberi nýrra aðferða í leikfimi og Tjarnarhlaupa menntaskólanema m.m. Hann lést árið 1983 langt um aldur fram.
Hann var okkur strákunum góður kennari og umfram allt hvetjandi í störfum sínum. Það var ómetanlegt að umgangast hann á þessum árum og njóta hvatningar hans og velvilja.

Óska nýjum forseta til hamingju með embættið.

Engin ummæli: