mánudagur, 27. ágúst 2007

Gengið á Strandarkirkju.

Gönguhópur og aðstoðarfólk við Strandarkirkju. Við lögðum að stað frá Bláfjallaafleggjaranum rúmlega 12.00 og vorum komin niður af skaganum kl. 17.15. Ég man ekki hversu oft ég hef gengið með Helga og fjölskyldu á Strandarkirkju en þau skipti eru örugglega farin að nálgast tuttugu.








Útsýni til Strandarkirkju. Veðrið alla leið var mjög gott og útsýni til allra átta. Maður fyltist léttleika þegar maður sá fyrir endalok ferðarinnar. Erfiðasti hluti leiðarinnar er leiðin upp Grindarskörð og svo er náttúrulega farið að taka í þegar maður gengur niður af skaganum.










Þreyttur göngumaður.
Þessi mynd var tekin upp á skaganum þegar kappinn var búinn að ganga í fjóra tíma. Þegar þarna er komið er maður búinn að ganga í gegnum þó nokkuð hraunsvæði. Þá tekur við þetta mosavaxna svæði, sem er betra að fara yfir.









Höfuðborgarsvæðið séð frá Grindarskörðum. Stórkostlegt útsýni þegar komið er upp skarðið. Það tekur rúman klukkutíma að ganga frá Bláfjallaveginum og upp á skarðsbrúnina.



Engin ummæli: