þriðjudagur, 26. apríl 2005

Bílablús....

Bíllinn minn er lasinn. Hann þarf að fara í vélaviðgerð greyið 10 ára gamall. Þetta kostar að sjálfsögðu mikla peninga. Þannig að ég fór í gegnum mikla skoðun á bílamálunum okkar. Satt best að segja varð ég hálf ruglaður á þessu öllu. Úrvalið af bílum er ótrúrlegt. Vandinn er bara sá að ákveða hvað maður vill. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ég var bara ekki nógu ákveðinn í því hvað ég vildi. Niðurstaðan úr þessum pælingum er sú að hvað svo sem maður gerir í framtíðinni í bílamálum ætla ég að láta gera við gamla bílinn minn og athuga hvort hann verður ekki hress einhvern tíma á eftir. Fór á verkstæðið í morgun og tilkynnti þeim ákvörðun mína. Þeir tóku mér fagnandi. En verkstæðisformaðurinn hafði sagt mér að taka mér sólarhring í umhugsunar-tíma. Hann fagnaði mér í morgun og kvaddi mig með því að slugsarnir reyndu að losa sig út úr svona málum með því að koma vandanum yfir á aðra. En svo væru við hinir sem tækjum á málinu og lögðum bílana okkar. Ég er búinn að heyra allar versjónir á þessu máli með og á móti. Reynslusögu margra og svo framvegis. Eigi að síðu er ég sáttur við mína ákvörðun, svo er bara að sjá hvernig þessi ákvörðun reynist. Sjáumst.

Engin ummæli: