laugardagur, 30. apríl 2005

Á söngferðalagi um Norðurland.

Þá er stóra stundin runnin upp. Við erum hér í höfuðstað Norðurlands á söngferðalagi með Skaftfellingakórnum í Reykjavík. Lögðum af stað úr Mjóddinni í gær á hádegi. Keyrðum sem leið lág norður með viðkomu í Varmahlíð í Skagafirði. Þar var snæddur kvöldvörður. Komun til Akureyrar upp úr kl.18.00. Þá var brunað til Dalvíkur og æft fyrir tónleika sem hófust kl. 21.00. Þeir tókust með ágætum en það hefði verið gaman að sjá fleiri. Komum aftur til Akureyrar kl. 24.00. Í dag laugardag höfum við verið hjá Ingibjörgu, Hirti og litla drengnum. Síðan fórum við að dvalarheimilinu Hlíð með viðkomu hjá Hjörleifi og Bibbu gömlum kórfélaga og samstúdentum úr MR. Tónleikarnir í Hlíð tókust sérlega vel og var okkur boðið í kaffi á eftir. Í kvöld er matur á KEA en svo er haldið suður á morgun með viðkomu á Blönduósi. Ég spurði eiginkonuna, sérfræðinginn í öldrunarmálum hvaða augum hún liti samfélagsþjónustu af þessu tagi. Hún hafði það til málanna að leggja að hér væru hinir yngri eldri að skemmta hinum eldri eldri!!!! Ég verð að segja það mér varð nú hálf hverft við. Hafði ekki skoðað þetta tónleikahald í því ljósi. Annað eftirminnilegt er það að þegar við keyrðum norður tóku að sér leiðsögn kórfélagar sem áttu ættir að rekja til þeirra héraða sem keyrt var um. Það eiga ekki allir ættir að rekja til Skaftafellssýslanna þótt þeir séu í kórnum. Allir eiga það þó sameiginlegt að vilja þjóna sönggyðjunni. Kveðja.

Engin ummæli: