sunnudagur, 24. apríl 2005

Sunnudagsblíða og boðskapur.

Þá fer að nálgast tími til að fara upp í kirkju. Búinn að sitja hér í morgun og hlusta á nýja páfann hann Benedict sextánda. Það voru 500 þúsund manns sem mætt voru við vígsluna. Hann ítrekaði skilaboð Jóhannesar Páls annars heitins sem sagði: Verið ekki hrædd. Hann bætti svo við að sá sem gengur á guðsvegum sé aldrei einn. Til unga fólksins sagði hann: Trúin á Krist tekur ekkert frá ykkur hún gefur ykkur allt. Annars er það eftirtektarvert hversu mikið rúm trúin, heimspeki og siðfræði fá þessa dagana, þar sem lögð er áhersla á megingildi eins og kærleikann, hið fagra, góða og mildilega í lífinu. Það er ekki vanþörf á að hafa eitthvert haldreipi í allri þeirri brjálsemi sem við er að glíma í heiminum. Meira um það síðar. Kveðja.

Engin ummæli: