laugardagur, 2. apríl 2005

Eftir páska.

Þá eru páskarnir búnir. Þetta er búinn að vara töluvert annasamur tími hjá okkur í Brekkutúni. Mikið stúss í kringum páskana, sannkölluð fjölskylduhátíð með tilheyrandi heimsóknum og samverustundum. Hjörtur er farinn til USA á ráðstefnu og Ingibjörg fór með litla drenginn upp í Borgarnes. Síðasta vinnuvika var stutt. Ég náði loksins í hafa mig í það að klára skattframtalið. Þetta er ekkert mál þegar maður er búinn að klára það en einhverra hluta vegna dregur maður þetta alltaf fram á síðustu stundu. Við erum búin að klippa allan fína gljávíðirinn sem hefur umleikið lóðarmörkin neðan við húsið undanfarin ár. Hann óx ekkert í fyrra og var að drepast. Það var því ekki annað að gera en að klippa hann niður. Ég hélt í gær að það væri komið vor en það breyttist og í dag hefur snjóað þótt nú hafi aðeins orðið uppstytta. Kveðja.

Engin ummæli: