fimmtudagur, 21. apríl 2005

Gleðilegt sumar!

Annállinn óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. Það er eins og annríkið vaxi með hækkandi sól. Þessvegna verið lítll tími til þess að skrifa. Valdimar hélt upp á afmæli sitt þann 15. apríl með tertum og límonaði. Það er helst af honum að frétta að nú er hann orðinn liðsmaður í lögreglunni og Stella komin á fullt í öryggisgæsluna. Hjörtur og Ingibjörg eru á fullu í barnauppeldinu og Sigrún að hefja próflestur. Ég er að leggja í upp í söngferðalag um Norðurland með kórnum um næstu helgi ásamt Sirrý. Lektorinn er á fullu í lestri prófritgerða. Hef verið að dútla í píanónámi og hef haft mjög gott af því. Það er nauðsynlegt að sinna svona verkefnum sem manni finnst að maður eigi ólokið. Nú við vorum í ferminguveislu Sólrúnar Dísar Kolbeinsdóttur um síðustu helgi í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þórunn og Júlíus héldu upp á afmæli sín þessa helgi. Svo heimsóttum við Gunnar Örn Sigurðsson á nýju arkitektastofuna í gær. Við höfum verið að skoða möguleikan á nýjum bílum eins og allir aðrir. En erum ekki í stuði til þess að skuldsetja okkur fyrir nýjum bíl meðan gömlu bílarnir rúlla. Þeir eru nú komnir á sitt 11. ár. Vorverkin bíða í garðinum og verður maður að fara sinna því. Hér er nú ung 3. ára dama í heimsókn í nokkra daga sem heitir Sunna Björnsdóttir. Hún lætur vel af dvöl sinni enda fær hún allt það sem hún á að fá í mat og göngutúrum. En hún geltir ógurlega ef einhver kemur að útidyrahurðinni, enda er hún alin upp sem varðhundur í svörtustu Afríku. Ég er bara ekki frá því að maður sofi rólegri á næturnar. Þá er þess að geta að sr. Hjörtur er með tímabundin lyklavöld í Kópavogskirkju og verður með messu næsta sunnudag. Það eru vinsamlegt tilmæli til allra velunnarra þessarar síðu að mæta nú í messu á sunnudaginn og taka þátt í guðþjónustu hjá sr. Hirti. Allir velkomnir.

Engin ummæli: