laugardagur, 23. apríl 2005

Í messu hjá sr. Hirti

Eins og vinir þessarar bloggsíðu hafa getað lesið í síðasta "bloggi" þá er séra Hjörtur með messu í Kópavogskirkju á morgun. Líklega er hún kl. 11.00. Allir er hvattir til þess að mæta í kirkju svo presturinn þurfi ekki að tala fyrir hálftómu húsi. Annars er allt við það sama hjá okkur. Sigrún hélt grillpartí í gær föstudag fyrir bekkjarfélaga sína og tókst það vel og fór prúðmannlega fram. Hundurinn Sunna sem er hér í pössun lætur sér vel líka vistin enda fær hún gott atlæti. Það er mikil ábyrgð að hafa hund á heimili og meira en að segja það. Þeir ónefndir fjölskyldumeðlimir sem hafa verið með hugmyndir um að eignast hund hafa lagt þær á hilluna. Við hófum garðstörf í dag en varð þó lítið úr verki af ýmsum ástæðum. Það vorar hratt þessa dagana og gott að vera úti við. Hér komu Valdimar og Stella í kvöld og áttum við ánægjulega stund með þeim. Mikið að gera hjá unga fólkinu. Kveðja til allra og muniði nú messuna.

Engin ummæli: