sunnudagur, 24. apríl 2005

Síðdegis á sunnudegi.

Við fórum í messu hjá sr. Hirti. Kirkjuvörður taldi 60 gesti fyrir utan kórinn. Það verður að teljast nokkuð góð mæting. Prestinum tókst vel til í tóni og predikun. Boðaskapur hans fjallaði um fjárhirðinn og þá fyrirmynd sem við höfum í honum að halda utan um hjörðina og verja hana fyrir úlfinum. Með því að fylgja í fótspor hans getum við öðlast innri auð sem verður ekki frá okkur tekinn. Veraldlegur auður hefur hinsvegar tilhneigingu til þess að vera hverfull og verða möli og ryði að bráð. Í lok messu söng söfnuðurinn sálm nr. 523 þ.e. faðir andanna. Eftir messu fórum við í heimsókn í Grænuhlíðina til Sigurðar og Vélaugar. Þegar heim var komið var hafist handa við gluggaþvott og svo vorum við í léttum leik við hundinn Sunnu. Kveðja.

Engin ummæli: