sunnudagur, 1. maí 2005

Á 1. maí á söngferðalagi um Norðurland.

Við erum komin heim úr söngferðalaginu um Norðurland. Veislan á KEA var fín með góðum mat. Eftir matinn var farið í heimsókn á Verkstæðið sem er krá í gamla Gránufélagshúsinu. Tilkomumikið hús og hálf leiðinlegt að svona hús úr atvinnusögu landsins skuli ekki gegna merkilegra hlutverki. Upp úr 11.00 í dag á verkalýðsdaginn var haldið af stað til suður. Við stoppuðum á Blönduósi og héldum konsert á Sjúkrahúsinu á Blönduósi og var gerður góður rómur að söng okkar. Við komum í bæinn upp úr kl. 18.00. Ferðin var í alla staði eftirminnileg og ánægjuvekjandi. Kveðja.

Engin ummæli: