laugardagur, 28. maí 2005

Austur í Göggubústað.


Skaftártunga.

Við fórum austur í Skaftártungu í gærdag í sól og sumaryl. Gistum í nótt í Göggubústað. Í gærkveldi fórum við á Klaustur í ísferð eins og í gamladaga 28 km fram og til baka. Þar var fullt af mótorhjólagæjum á þessum fínu nýju "pickup" bílum frá Ameríku með hjólin á kerrum eða upp á pallinum. Flottir voru þeir og voru að fara að keppa í mótorhjólaakstri í dag laugardag. Veðrið í Skaftártungunni var fínt, hlýtt, hægur andvari og skýjabólstrar hér og þar. Ærnar með lömbin sín voru á túnum Hlíðarbónda og mikill fuglasöngur sáum og heyrðum m.a. helsingja. Við yljuðum okkur við sól og gamlar minningar sem við eigum þarna fjölmargar. Aðalega er það þó um veru okkar í kringum verslunarmannahelgina. Við höfum verið þarna um þann tíma meira og minna frá árinu 1973. En það er svolítið einmannalegt þegar við erum bara tvö. Þótt það geti líka verið indælt. Við erum bara svo vön að hafa krakkana okkar og fjölskyldu þarna í kringum okkur. Um þrjúleytið í dag laugardag keyrðum við í Kópavoginn. Stoppuðum í Vík og fengum okkur að borða í Halldórskaffi held ég það heiti. Enduðum heima hjá Helga og Ingunni. Þar beið okkar þessi fíni kvöldmatur eftir ferðalagið.

Engin ummæli: