fimmtudagur, 5. maí 2005

Uppstigningardagur.

Tónleikarnir tókust með ágætum í gær. Þeir eru endapunktur á söngæfingum vetrarins. Það var töluverður fjöldi fólks mættur til þess að hlíða á sönginn í Háteigskirkju kl. 20.00. Fengum við góðar viðtökur gesta og sungum tvö aukalög. Lagaval tónleikanna var fjölbreytilegt að vanda. Fyrir utan Skaftárþing og Í Öræfasveit sungum við meðal annars Funiculi-Funiculia, Over the rainbow, Tumbalalaika, Heima, Ú í heim, Á vængjum söngsins, Syngið við hörpu og síðast en ekki síst Frið úr oratoríu eftir Björgvin Guðmundsson. Einsöngvarar í Syrpu úr Sardasfurstynjunni voru Sigurður Þengilsson og Unnur Sigmarsdóttir. Hulda Ólafsdóttir og Unnur sungu dúett í Bátasönginum eftir J. Offenbach. Ásamt Skaftfellingakórnum sungu einnig félagar í Mánakórnum nokkur lög. Stjórnandi var Violeta Smid og undirleikari Pavel Manásek. Eftir tónleikana var skroppið á bjórkrá niður á Laugarvegi. Það voru nú ekki margir sem mættu þangað við höfum verið um 10 samtals sem sátum þarna drykklanga stund. Við höfum verið heimavið í dag að dunda okkur við lestur og fleira. Valdi og Stella litu hér inn í gærkvöldi. Ég var svo syfjaður í gærkvöldi eftir viðburði dagsins að ég rotaðist hreinlega þegar ég lagðist til hvílu. Kveðja.

Engin ummæli: