sunnudagur, 22. maí 2005

Ekki stoppað..

Við höfum ekki stoppað þessa helgi. Í gær föstudag fórum við upp í Borgarnes að heimsækja nafna, foreldra hans og afa og ömmu. Áttum með þeim ánægjulega stund. Í dag laugardag höfum við heldur ekki stoppað. Fyrst fórum við með Íu að kaupa afmælisgjöf handa sameiginlegum vini. Þá fórum við á hátíðardagskrá hjá Snælandsskóla og hlustuðum m.a. á söng kór Snælandsskóla. Þar næst var keyrt niður í Snorrabúð við Snorrabraut til að hlusta á Huldu Sif syngja á burtfarartónleikum úr Söngskólanum. Það var gerð stutt viðkoma í Brekkutúni áður en keyrt var austur fyrir fjall til þess að halda upp á 30 ára júbelíumsafmæli MR stúdenta sem útskrifaðir voru 1975. Ánægjuleg stund þar sem maður hitti ýmsa gamla skólafélaga. Komum heim um miðnættið.

Engin ummæli: