mánudagur, 16. maí 2005

Annar í hvítasunnu.


Minjasafnskirkjan á Akureyri
Þá erum við aftur komin suður eftir ferðalagið norður á Akureyri. Þetta eru búnir að vera yndislegir dagar. Allt hefur gengið að óskum og öll ferðaplön og flugáæltanir gengu upp. Veðrið hefur leikið við okkur allan tímann. Skírnin var mjög hátíðleg í litlu minjasafns kirkjunni. Svona atburður er einstakur og maður vermir sér við hann um ókomna daga að ég tali nú ekki um það að hafa eignast lítinn alnafna!!! Sr. Hirti tókst að búa til hátíðlega stund í kirkjunni og Brynhildi með fallegum söng. Eftir skírnina var kaffiboð hjá Ingibjörgu og Hirti. Bestu kveðjur.

Engin ummæli: