fimmtudagur, 12. maí 2005

Reykholt í Borgarfirði.

Ég er búinn að vera uppi í Reykholti í Borgarfirði í gær og í dag. Veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur, blankalogn, sól og hlýindi. Þarna er ágætis aðstaða til fundarhalds, næturgisting og fundarsalir. Sagan hrópar á mann á þessum stað og maður minnist Snorra Sturlusonar um leið og maður skoðar Snorralaug og gamla bæjarstæðið. Það gafst ekki mikill tími til þess að skoða sig um í þetta skipti. Þetta er vissulega staður til þess að heimsækja fljótlega aftur. Á morgun föstudag förum við norður.

Engin ummæli: