föstudagur, 13. maí 2005

Aftur norðan heiða.

Við komum hingað til Akureyrar kl. 20.00. Ferðin gékk vel og bílinn minn stóð sig eftir viðgerðina. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað kostaði að gera við gripinn en það var mikið. En þetta er svona með þá sem þjónað hafa mikið og lengi þeir verða stundum að fara í "by pass aðgerð". Nú er bara að vona að aðrir partar dugi svolítið lengur svo að ég og gamli bíllinn getum átt lengri tíma saman. Hér á Akureyri var 12°C og þetta fína veður. Við kíktum við hjá Hirti og Ingibjörgu og litla manni. Nóg í bili. Kveðja.

Engin ummæli: