sunnudagur, 8. maí 2005

Lokadagur söngsins..

Lokadagur kallast síðasti dagur vetrarvertíðar sem endar 11. maí ef ég man þetta rétt. Í dag var lokadagur söngvetrarins með Sköftunum. Við enduðum þetta á því að syngja fyrir eldri Skaftfellinga í Skaftfellingabúð. Sungið var í fullum skrúða og ég varð að fara heim í fataskipti því ég hélt að maður ætti að koma "casualy" klæddur, en svo var nú ekki. Við sungum nokkur lög úr prógrammi vetrarins og tókst ágætlega þrátt fyrir að vana menn og konur vantaði. Þetta er annar veturinn með Sköftunum og ég verð að segja það að ég hef haft mjög gaman að þessum æfingum í vetur. Sakna þess svolítið að nú verður hlé en það er ágætt að hvíla sig svolítið á þessu. Fyrr í morgun fórum við Sirrý í Þjóðmenningarhúsið til þess að hitta Utah farana sem við förum með til þess að heimsækja Spanish Fork í tilefni þess að 150 ár eru liðin síðan þeir fyrstu sem tóku mormónatrú fóru til Utah. Eftir fyrirlestur af hálfu Jónasar Þórs sagnfræðings skoðuðum við Mormónasýninguna sem opnuð var í húsinu í gær. Hér komu í dag Magnús og Brynhildur, Stella og Valdimar og Björn og Sigríður og hundurinn Sunna. Þau síðastnefndu voru ánægð með ferðina til Feneyja. Sunna var glöð að hitta "hussa" sinn aftur.

Engin ummæli: