þriðjudagur, 10. maí 2005

Bifreiðaviðgerðir.

Ég var búinn að segja ykkur að bíllinn minn bilaði. Ég svaf á því eina nótt hvað gera skyldi og ákvað svo að láta gera við hann. Eins og þeir segja í stjórnunarfræðunum á maður að taka ákvörðun og standa við hana. Nú hringdi verkstæðisformaðurinn í dag og sagði mér að þetta væri komið í nokkur hundruð þúsund krónur. Mér varð nú á að segja við hann að ég yrði að leggjast fyrir meðan hann héldi áfram. Þá er bara að vona að viðgerðin haldi og bifreiðin nýtist mér eitthvað áfam. Hún verður allavega kominn í lag þegar við förum norður um hvítasunnuna. Kveðja.

Engin ummæli: