miðvikudagur, 25. maí 2005

Fótboltadrama

Vá ég verð nú bara að festa þessa stund í bloggbókina. Hvílíkt drama, hvílíkur leikur. Liverpool búið að jafna leikinn við AC Milan 3,3 og framlenging hafin. Ég er svo spenntur að ég fór bara í tölvuna til að róa mig niður. Það er ótrúlegt hvað Liverpool liðið hefur breyst eftir hálfleik. Þeir voru eins og trjádrumbar fyrir hlé. Þetta er "UEFA-league" keppnin eða Evrópumeistarakeppnin leikurinn og fer fram í Istanbul í Tyrklandi. Jæja best að fylgjast með. Nú þetta verður án efa einn minnisstæðasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni og Liverpool vann eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik. Ef þetta er ekki karakter í liði þá veit ég ekki hvað. Hjörtur Sveinsson hlýtur að vera glaður eftir þennan leik.

Engin ummæli: