fimmtudagur, 16. júní 2005

Á Cirkus Cirkör - 99% unknown.

Skelltum okkur í kvöld í Borgarleikhúsið og sáum sænsku leiksýninguna Cirkus Cirkör - 99% unknown. Þetta er akróbatasýning og líkamleg tjáning þemað er fruman, sæðið, eggið, blóðkornin, beinin, búkhljóð, líkaminn, lífið og dauðinn. Lífið er yndislegt en stöðug endurnýjun er nauðsynleg. Frumur líkamans endurnýja sig allar á sjö árum. Ef þær ekki deyja verða þær að krabbameinsfrumum. Sýningin er í alla staði vel gerð, umhugsunarverð og skemmtileg. Áhorfendur voru allan tímann vel með á nótunum. Ágætt að brjóta upp einstaka sinnum og skella sér í leikhús. Nú annars allt gott að frétta.

Engin ummæli: