laugardagur, 18. júní 2005

Sigurhátíð.


Sigurhátíð Helga og Sveins.

Ætli það séu ekki um 35 ár síðan þessir tveir herramenn Helgi Sigurðsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson unnu það afrek að synda yfir Kópavog í Arnarnes og aftur til baka. Þetta var gert vegna veðmáls við Sverri Gauk Ármannsson um það hvort okkur mundi takast þetta sund. Næg vitni voru að sundinu en ekki er skráð nákvæmlega dagsetning þess eða ártal. Leiðin sem synt var má sjá á þessari mynd. Það er vegalengdin fram og til baka sem er fyrir aftan sundmennina. Þetta var erfitt sund og sjórinn kaldur en það tókst í alla staði vel en gott var að komast í heitt baðkar eftir afrekið. Það er eftirminnilegt við þetta sund að það var svona einmuna veðurblíða eins og veðrið þennan dag, sem þessi mynd var tekin. Annars er það helst að frétta að hér komu í óvænta heimsókn í dag Guðbjörn og Inger frá Svíþjóð. Áttu hér stutt stopp hjá okkur. Það er annað helst í fréttum að nafni minn er í heimsókn hjá okkur með foreldrum sínum. Hingað komu í heimsókn í gærkvöldi Stella og Valdimar. Þetta er það helsta sem héðan er að frétta.

Engin ummæli: