föstudagur, 17. júní 2005

Það er kominn 17.júní, trallallalla...


Rútstún í Kópavogi.

Þetta er afar fallegur 17. júní dagur. Veðrið hreint út sagt stórkostlegt. Höfum verið í léttum heimilsstörfum í morgun. Rútstúnið býður og kallar. Það getur vel verið að maður skjótist þangað. Annars eru æskuminningarnar svo mikið tengdar þessum degi. Blöðrurnar, fánarnir, sælgætið, skrúðgangan, lúðrasveitin, skátarnir, tónleikarnir í bænum, fólkið já allt fólkið að spóka sig í bænum hvernig sem viðraði. Þetta er sá dagur sem umfram aðra minnir okkur á að við erum Íslendingar eins og 1. desember já jólin og nýjársdagur líka. Við erum stórkostleg þjóð. Það sannfærist ég alltaf betur og betur um. Við höfum fyllstu ástæðu til þess að fagna og vera stolt af okkur og okkar fólki. Hana nú ekki fleiri orð um það.

Engin ummæli: