laugardagur, 11. júní 2005

Ráðstefna um stjórnarskrána.


Fundur stjórnarskrárnefndar.

Ég var á fundi stjórnarskrárnefndar í dag. Þetta er sú nefnd sem vinnur að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hlustaði á fróðleg erindi nokkurra kennimanna í morgun um lýðræði, þingræði, ríkið og einstaklinginn. Úr sal komu upplýsingar um uppbyggingu þýsku stjórnarskrárinnar en hún miðar að því hvernig hægt sé að standa vörð um virðingu einstaklingsins. Sú íslenska tekur mið af dönsku stjórnarskránni og hefði verið athyglisvert að heyra hvernig sú danska hefur þróast á síðustu öld. Í Stóra - Bretlandi er engin rituð stjórnarskrá til heldur aðeins gögn sem hægt er að vitna til. Þar er það þingið sem ræður. Það var mjög fróðlegt að fylgjast með þeim umræðum sem þarna fóru fram. Víða komið við meðal annars fjallað um þá jákvæðni sem fellst í kristinni trú m.m. Annars lítið að frétta. Maður er aðeins að ná sér eftir Noregsferðina. Sr. Hjörtur og Unnur ásamt Stebbu og Þórunni og Co. eru á Mallorka. Hjörtur og Ingibjörg eru í sumarbústað í Borgarfirði. Kveðjur.

Engin ummæli: