föstudagur, 10. júní 2005

Hafsjór tækifæra...


Ráðstefna í ÅlesundPosted by Hello

Þá er maður kominn heim frá Ålesund í Noregi. Þetta var mjög eftirminnileg heimsókn. Ráðstefnan sem Íslandsbanki hf. stóð fyrir var í alla staði til fyrirmyndar. Ef maður ætti að taka saman í fáum orðum boðskap ráðstefnunnar þá er hann helst sá að fyrirtækjum í sjávarútvegi fækkar og þau stækka. Þetta ferli mun halda áfram á næstu árum. Sjávarútvegurinn er matvælaframleiðandi sem verður að huga að öllum þáttum virðiskeðjunnar frá veiðum á borð neytandans. Þetta hljómaði allt kunnuglega en ágætt að fara yfir þetta enn einu sinni. Heimsóttum í dag tvö fiskvinnslufyrirtæki í Ålesund sem eru bæði framarlega í sínu sviði. Eftir þá dagskrá var keyrt út á flugvöll og flogið til baka heim í Fokker. Flugið tók á fjórða tíma.

Engin ummæli: