sunnudagur, 19. júní 2005

Annasöm helgi.

Þetta hefur verið annasöm helgi hjá okkur. Nafni og foreldrar hans eru í heimsókn og hér hefur verið gestkvæmt. Í gærmorgun komu Björn, Sigríður og Sunna í heimsókn og Guðbjörn og Inger eftir hádegið. Í morgun komu Sigurður, Vélaug og Gunnar í heimsókn. Seinni partinn var frænkuboð hjá Sirrý og komu hér Halla og Ella móðursýstur Sirrýjar og Ragnheiður Elfa, Halla Sigrún og Heiða. Þá komu Valdi og Stella hér í kvöld. Það er gaman þegar mikið er um að vera og vinir og vandamenn líta við hjá okkur. Hringdi til Mallorka í dag. Allt gott að frétta þaðan nema að Hjörtur Sveinsson fékk einhvern óþvera í augað. Vonandi jafnar það sig fljótt. Hér hefur ringt í allan dag meira og minna en annars hefur helgin verið sólrík og hreint út sagt frábær. Jæja man ekki eftir neinu í bili. Kveðja.

Engin ummæli: