sunnudagur, 5. júní 2005

Sjómannadagurinn og fermingarveisla.

Í dag er sjómannadagurirnn haldinn hátíðlegur um allt land. Sjómönnum eru hér færðar bestu kveðjur í tilefni dagsins. Deginum var hinsvegar ekki eytt við sjávarsíðuna heldur lág leiðin í þetta skipti austur í Gnúpverjahrepp að kirkjunni á Stóra - Núpi. Þar var séra Axel Árnason að ferma tvær stúlkur. Önnur þeirra er dóttir hans hún Pálína Axelsdóttir. Síðan var keyrt í Geldingaholt í fermingarveislu sem var mjög ánægjuleg. Þar hittum við marga og áttum notalega stund með fólkinu og fengum þessa líka fínu góðgerðir. Stebba systir og Unnur dóttir hennar voru samferða okkur. Kveðja.

Engin ummæli: