mánudagur, 11. júlí 2005

Helgarferð í Refasveit.


Laxá í Refasveit.

Þessa helgina var farið norður í Laxá í Refasveit með Helga og Ingunni. Við reyndum við laxinn á laugardeginum og áttum sameiginlega veislustund um kvöldið við kertaljós. Sunnudagurinn fór í hvíld og ökuferð um Skagann. Þetta er búin að vera mjög góð helgi. Við erum þó enn að glíma við tímamuninn eftir Ameríkuferðina en þetta hefst allt með kalda vatninu. Veðrið á laugardeginum var þolanlegt ca. 10 °C hiti en á sunnudeginum fór hitinn í 14°C en það var rok.
Eftirminnilegast í sunnudagsbíltúrnum var heimsókn og matur í Kántrýbæ (vöggu íslenskrar kántrýtónlistar!!!) og svo í Kálfshamarsvík, en þar bjuggu allt að 100 manns þegar best lét á fyrri hluta 20. aldar. En um 1940 flutti sá síðasti frá þessum útgerðarstað utarlega á Skaganum. Af upplýsingaskiltum sem voru við gömul húsastæði mátti sjá að ýmsir höfðu haft fyrir því að flytja efnið í húsunum með sér á nýja áfangastaði. Lögðum af stað í bæinn eftir bíltúrinn kl. 17.30.

Engin ummæli: