laugardagur, 16. júlí 2005

Stiklur frá Ameríku.


Las Vegas.

Við heimsóttum þrjár borgir: San Francisco, Salt Lake City og Las Vegas. Vorum á þessu margfræga "Stripp" í Vegas með fjölda hótela og spilabúlla. Þarna mátti sjá eftirlíkingu af frelsisstyttunni í NY (sjá mynd) og Eifelturninum í París. Er hægt að biðja um meira? Það sem situr eftir þennan eina dagpart í Las Vegas er;" been there done that". Ég heyrði þó good old Frankie blueboy syngja "May way" af plötu inn á einhverri búllunni. Það er liðin sú tíð þegar "The Rat Pack Gang" tróð þarna á sviðum þ.e. Dean Martin, Sammy Davis, Frank Sinatra, Sirley Maclaine og Peter Lawford eða gamli góði Engelbert Humperdink söng ljúfar ballöður. Nei Las Vegas er örugglega ekki mín borg. Eftir þessa stuttu viðkomu í eyðimerkurborginni í Nevada var flogið til San Francisco og hófst þá síðasti fasi þessarar ferðar sem ég hef verið að segja ykkur nokkur brot úr.

Engin ummæli: