mánudagur, 18. júlí 2005

San Francisco - "my kind of town".


San Francisco - Golden Gate Bridge.

Já þriðji fasinn í Ameríkuferðinni var fjórir dagar í SF. Við áttum góða daga í þessari skemmtilegu borg. Bjuggum á Holliday Inn í Fisherman's Warf hverfinu niður við austurbakkann sem snýr inn að flóanum, nálægt Pier 39 fyrir þá sem þekkja borgina. SF er svolítið Evrópsk að mínu mati með Amerísku ívafi ef það segir eitthvað. Þetta er borg sem maður getur vel hugsað sér að heimsækja aftur. Fórum í skoðunarferð um borgina og sáum helstu kennileiti og borðuðum Alaska krabba, mjög góður. Þegar hér var komið sögu vorum við komin plebbagírinn þ.e. eyddum tímanum í búðar- og sjoppurölt. Verð þó að segja það að California vínin voru ekkert sérstaklega ódýr þarna. Ég segi því SF var "my kind of town" þótt þetta sé í textanum í laginu um Chicago borg. J æja ég læt þá staðar numið í bili með frásagnir úr Ameríkuferðinni. Sýni ykkur kannski seinna mynd af sólsetri yfir Grand Canyon. Annars er það helst að frétta að við erum aftur komin í sumarfrí. Vorum að ditta að húsinu og eigum heilmikið ógert í garðinum. Við sjáum til hverju við áorkum í þeim efnum. Kveðja.

Engin ummæli: