miðvikudagur, 6. júlí 2005

Komin heim frá Utah.


Utahfarar við vitann góða.

Við erum komin heim eftir 14 daga ferð til California, Utah, Arisona og Nevada. Með viðkomu í San Francisco, Salt Lake City, Las Vegas og ýmsum öðrum minni bæjum og borgum þ.a.m. Spanish Fork. Við tókum yfir 300 myndir og ferðasagan tæki margar síður. Látum þessa mynd nægja því Utah heimsóknin var hápunktur ferðarinnar þrátt fyrir mörg önnur "highlights" eins og gilin stóru Bryce, Zion Park og Grand Canyon. Siglingu á Lake Powell, heimsókn á verndarsvæði Navaho indjána m.m. Megintilgangur ferðarinnar var að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni 150 ára afmælis þess að fyrstu íslensku mormónarnir komu til Utah. Langalanga amma Sirrýjar var meðal þeirra og er nafn hennar að finna á vitanum góða sem sjá má á myndinni. Við flugum frá San Francisco til Salt Lake City og frá Las Vegas aftur til SFO. Alls munum við hafa keyrt nálægt 2500 km í rútu. Það er frá Próvo til Las Vegas með ýmsum aukaferðum.

Engin ummæli: