föstudagur, 8. júlí 2005

Frændfólk meðal mormóna.


Frændfólk í Utah.

Okkur þótti sérstakt í heimsókn okkar til Spanish Fork að hitta fyrsta kvöldið frændfólk Sirrýjar. Þannig var að við sátum til borðs með 14 manns í ca. 400 manna samkvæmi. Það var hrein tilviljun að við sátum einmitt við þetta borð. Sirrý tekur eftir því að maður við borðið er að sýna fólkinu við annan enda þess miða með nafni á. Þetta vekur forvitni hennar og hún kallar eftir miðanum. Á honum stendur: Einar Bjarnason, Hrífunesi, Skaftártunga. Hún varð hvumsa við og sagði strax að þetta væri forfaðir sinn í móðurætt. Þarna var komið nafn eiginmanns Guðrúnar Jónsdóttur sem farið hefði ásamt 3 dætrum og syni til Utah. Maðurinn með miðan reyndist vera amerískur afkomandi Guðrúnar og frændi. Hann hafði svo gaman af þessum endurfundum að hann hló meira og minna allt kvöldið. Daginn eftir kynnti hann okkur fyrir bróður sínum og systur. Á myndinni má sjá frændurna Krage, Kent, Elísabetu(eiginkona Kents) og Kate. Kent hefur komið tvisvar til Íslands og þekkir einhverja af afkomendum sr. Bjarna Einarssonar prests í Álftaveri. Hann býr aftur á móti í Mitchican í USA og var þarna gestur eins og við. Stundum finnst manni veröldin skreppa saman.

Engin ummæli: