miðvikudagur, 13. júlí 2005

Um Arisona.


Bryce Canyon.

Aðeins meira um Ameríkuferðina. Þessi heimsókn í gilin þrjú Bryce, Zion og Grand Canyon og í Monumental Valley verður lengi minnistæð. Þetta eru þvílík náttúruundur að það duga engin lýsingarorð til þess að lýsa þessum náttúruperlum. Ég set hér eina mynd af Bryce Canyon til þess að reyna að lýsa því gili. Myndin nær þó ekki að fanga þetta fyrirbæri nema að hluta, víddir þess, seiðmagnandi þögul kyrrð og litir verður maður að upplifa á staðnum. Ég kann ekki jarðsögulega myndun þeirra en, held að það sé sorfið í sandstein í gegnum árþúsundin. Gæti verið Colorado árin. Annars lítið í fréttum. Þema lagið úr Good, Bad and The Ugly með Clint Eastwood satt pikkfast í kollinum á leið okkar í gegnum Arisona. Annars er það helst að frétta að nafni og foreldrar hans fóru norður með viðkomu í Borgarnesi. Valdi er á fullu í vinnu svo og við hérna í Brekkutúni. Stella og Sigrún hafa verið að hjálpa til tímabundið í minni vinnu. Við förum í frí aftur 15. júlí en það er allt óákveðið hvað við gerum. Það fer líklega eftir aðstæðum og veðri.

Engin ummæli: